28.12.2015 09:10
1482. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700. TFNP.
Innilegt lófatak fjölda skipasmiða og annarra viðstaddra
fylgdi skuttogaranum Elinu Þorbjarnardóttur, ÍS 700, er hann rann örugglega og
virðulega út úr skipasmíðastöðinni Stálvik í Garðabæ'kl: liðlega 8 í morgun.
Slálvík byrjaði á smíði hans fyrir tveim árum fyrir Einar Ólafsson o. fl. á
Suðureyri við Súgandafjörð. Skv. upphaflegri áætlun átti að vera búið að
sjósetja skipið fyrr, en að sögn Jóns Sveinssonar, forstj. Stálvíkur, dróst það
á langinn vegna þess að dregið var úr lánum til innlendra skipasmíða. Kemur það
heim við frétt í DB fyrir nokkrum dögum. Hins vegar tók smíðin skemmri tíma en
áætlað var, eftir að nægilegt fé fékkst. Þetta er þriðji skuttogarinn sem
smíðaður er í Stálvík og er hann svipaður þeim síðasta, Runólfi, nema heldur
lengri. Er hann 51 metri með 440 rúmmetra lest, 2400 ha MAK vél hæggengri og
siglinga- og fiskileitartækjum frá Simrad. Margrét Theodórsdóttir gaf skipinu
nafn með freyðandi kampavíni en hún er tengdadóttir eins eigandans. Eigendurnir
áttu fyrir skuttogarann Trausta, sem verður seldur til Patreksfjarðar. Elín er
fjölhæft veiðiskip m.a. búin til flottrollveiða. Meðal viðstaddra i morgun var
metaflaskipstjórinn Ásgeir Guðbjartsson af Guðbjörgu ÍS sem er norskur togari.
Þess háttar togarar hafa reynzt mjög vel hér og þykja þeir beztu. taldi Ásgeir
þennan nýja íslenzka togara ekkert gefa þeim eftir.