29.12.2015 21:25

1360. Kleifaberg RE 70. TFAC í slippnum í Reykjavík í dag.

Kleifaberg RE 70 í slippnum í dag. Þetta rúmlega 40 ára gamla skip hefur aldeilis gert það gott á árinu sem er að líða. Aflaverðmæti skipsins er um 3,7 milljarðar og er það trúlega mesta aflaverðmæti Íslensks fiskiskips á þessu ári. Um 60% aflans var veiddur í Norskri og Rússneskri lögsögu. Fyrir nokkrum árum stóð til að leggja því,en hætt var við það enda eins gott því togarinn hefur verið með aflahæstu skipum landsins síðustu ár og oft með mesta aflaverðmætið upp úr sjó.







                                                                         (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa 29 desember 2015.

Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30