03.01.2016 13:45

Patreksfjörður árið 1955.

M/s Goðafoss lll, smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948. Seldur til Líberíu í Afríku 1968 og hét þá Arimathian. Hann var seldur til Kýpur 1970 og var þá gefið nafnið Krios. Hann sökk 24 janúar 1971, undan norðurströnd Brasilíu.
V/b. Gissur hvíti SF 55, gerður út frá Hornafirði, smíðaður í Svíþjóð 1955.
L/v. Lock Laggan A 82, skoskur línuveiðari frá Aberdeen, sem heitir eftir samnefndu vatni, sem er suð-austur af Lock Ness í Inverness héraði í Skotlandi.
Færeyskur Kútter, H.M.Stanley TG 328, frá Suðurey í Færeyjum. Hann var keyptur til Færeyja frá Grimsby Englandi, í október 1895 og var í notkun til ársins 1962, að honum var lagt. Nokkrir Íslendingar sigldu með þessum kútter, t.d. voru tveir skráðir á hann 1922, en í áhöfn voru 14 menn. Kútterinn heitir eftir blaðamanninum og landkönnuðinum Henry Morton Stanley, þeim sama og fann dr. Livingston.
Á myndinni má sjá að H.M.Stanley liggur utaná öðrum kútter og þriðji kútterinn er við bryggju.


Á Patreksfirði 1955.                                                                          (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Með þessari mynd fylgdi blað með þeim upplýsingum sem eru hér fyrir ofan myndina, færðar hér inn alveg óbreyttar. Ljósmyndina tók Hannes Pálsson. 
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45