06.01.2016 20:51

1277. Ljósafell SU 70. TFHV.

Ljósafell SU 70 var smíði no: 809 hjá Narazaki Shipbuilding Ltd í Muroran á Hokkaido eyju í Japan árið 1973 fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar h/f. 462 brl. 2.000 ha. Niigata díesel vél. Togarinn var lengdur í Póllandi árið 1989, mældist þá 549 brl. og jafnframt var skipt um vél, 2.300 ha. Niigata díesel  vél, 1.691 Kw.

Ljósafell SU 70 við Grandagarð í mars 2015.                                    (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 

Ljósafell SU 70 fyrir lenginguna í Póllandi árið 1989.                                        (C) Mynd: Þór Jónsson.

Hér fyrir neðan er grein sem kom í DV, 31 mars árið 1989.;

Togarinn Ljósafell SU 70 er kominn heim frá Póllandi eftir gagngerar breytingar og er skipið nánast sem nýtt. Ljósafellið er síðasti, japanski togarinn sem Pólverjar breyta samkvæmt sérstökum samningi. Togarinn er hinn glæsilegasti eftir breytinguna. Var lengdur um 6,6 metra, ný aðalvél og ljósavél sett í skipið og auk þess nýtt dekk og millidekk. Einnig ný brú. íbúðir skipverja endurnýjaður auk annarra endurbóta. Þessar breytingar kosta hátt í 170 milljónir króna.


31 maí árið 2013 kom þessi frétt á heimasíðu Loðnuvinnslunar h/f á Fáskrúðsfirði, en hún hljóðar svo.;


Í dag eru liðin 40 ár frá því að Ljósafell SU 70 lagðist fyrst að bryggju á Fáskrúðsfirði. Skipið var smíðað í Narazaki Shipbuilding LTD í Muraran í Japan og bar smíðanúmerið 809. Ljósafell var 9. skuttogarinn í röðinni sem smíðaður var fyrir Íslendinga á þessum tíma. Heimsiglingin tók 6 vikur og var farið í gegnum Panamaskurðinn. Ljósafell hefur alla tíð verið mikið happaskip og er það búið að fiska 144.000 tonn á þessum 40 árum. Skipstjórar hafa verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson 1981-1994 og Ólafur H. Gunnarsson frá 1995. Afmælis Ljósafells verður minnst í Félagsheimilinu Skrúði að lokinni messu á sjómannadaginn 2. júní.

Flettingar í dag: 1533
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 3444
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1201717
Samtals gestir: 83872
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 12:53:44