10.01.2016 09:47
1376. Ver AK 200. TFRD.
21. júní s.l. kom skuttogarinn Ver AK 200 til heimahafnar
í fyrsta sinn. Þetta er 2. skuttogarinn, sem Akurnesingar eignast, en fyrsti
skuttogarinn, sem þangað kom, var Krossvík AK 300. Ver AK er eign Krossvíkur
h.f., en það fyrirtæki á einnig skuttogarann Krossvík AK. Skuttogarinn Ver AK er
smíðaður í Póllandi hjá Gdynia Shipyard og er 4. í röðinni af þeim 5
skuttogurum, sem samið var um smíði á í Póllandi á sínum tíma. Fyrsti
skuttogarinn í þessari raðsmíði var Engey RE 1, sem lýst er í 10. tbl. Ægis
1974. Ver AK er að öllu leyti eins og Engey RE, nema hvað hluti af lest
skipsins er útbúinn fyrir fiskikassa og í skipinu er ísvél og ísdreifikerfi,
sem ekki er í þremur fyrstu. Auk þess er tækjabúnaður í stýrishúsi talsvert
frábrugðinn þeim tækjabúnaði, sem er í Engey RE. ísvél er frá Finsam, gerð
FIP-10IM 22S, afköst 10 tonn á sólarhring. ísvélin er staðsett bakborðsmegin á
vinnu- þilfari, aftan við matvælageymslur. ísgeymsla er bakborðsmegin í lest
skipsins. í lest er blásturkerfi til dreyfingar á ísnum. Helztu tæki í
stýrishúsi eru: Ratsjá: Kelvin Hughes, gerð 19/12 CS 64 sml. Ratsjá: Kelvin
Hughes, gerð 18/12 X, 64 sml. Miðunarstöð: Taiyo TD-A 120. Loran: Mieco 6811.
Loran: Simrad LC, sjálfvirkur Loran C. Gyroáttaviti: Anschiitz. Sjálfstýring: Anschútz.
Vegmælir: Jungner Sallog, Sal-24. Dýptarmælir: Simrad EK 38. Dýptarmælir: Sim
Asdik: Simrad SK3. Netsjá: Simrad FB 2 (kapaltæki) með EX sjálfrita og FI
"Trálvakt". Örbylgjustöð: Elektromekano SM 63. Veðurkortamóttakari: Taiyo
TF-786. í klefa loftskeytamanns eru öll þau fjarskiptatæki, sem krafist er í
skipum yfir 500 brl. Tækin eru frá Elektromekano. Talstöð (fyrir langbylgju og
miðbylgju) er hins vegar frá Kelvin Hughes, gerð Pentland Alpha 400 W, S.S.B.
Skipstjóri á Ver AK er Teitur Magnússon og 1. vélstjóri Aðalsteinn Örnólfsson.
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Kristján Kristjánsson.
Úr tímaritinu Ægi, 67 árgangur 1974, 13 tölublað.
Ver í þjónustu Landhelgisgæzlunnar - gæti jafnvel farið
til gæzlustarfa um næstu helgi, segir Baldur Möller. Akveðið hefur verið að
Landhelgisgæzlan fái pólska togarann Ver AK 200 til gæzlustarfa og að sögn
Baldurs Möller ráðuneytisstjóra i dómsmálaráðuneytinu, gæti jafnvel komið til
greina að skipið færi til gæzlustarfa öðru hvoru megin við helgina. Ekki hefur
verið gengið endanlega frá samningum við forráðamenn Krossanes h.f., Akranesi,
sem eru eigendur togarans, en Baldur sagði að þeir hefðu gert bæjarráði Akranes
grein fyrir leigunni í gær og að reiknað væri með að ganga endanlega frá
samningum i dag. Það ber ekkert i milli sem gæti stöðvað samningana, sagði
Baldur, að visu liggja lokatölur um verð á leigunni og leigutiminn, ekki fyrir,
en sennilega verður endanlega gengið frá þvi í dag. Sagði Baldur, að ekki
þyrfti að gera neinar breytingar á Ver AK, hann væri tilbúinn til að fara út
hvenær sem væri og gæti það jafnvel orðið öðru hvoru megin við helgina. Ekki
gat Baldur Möller svarað þvi hvort til greina kæmi að hinn togarinn, sem i
athugun var ásamt VER AK að kæmi til greina sem varðskip, myndi verða leigður Hafrannsóknastofnuninni,
en sagði að samningar um leigu á togara fyrir stofnunina væri trúlega á næstu
grösum. Hinn togarinn var Engey RE 1, en eigendur hans eru Isfell hf. i
Reykjavik. Að öllum likindum verður hann tekinn i þjónustu
Hafrannsóknastofnunarinnar. Báðir þessir togarar eru pólskir, smiðaðir 1974.
Úr Tímanum frá 31 mars 1976.
sem gerð hefur verið á íslenskt varðskip fyrr og siðar, 25 sjómílur suð-suð-austur
af Ingólfshöfða. Þarna var um hreina morðárás að ræða, þar sem herskipið
sigldi á fullri ferð og beitti stefninu miðskips á varðskipið Ver.
Enda fór það svo að varðskipið stórskemmdist/ m.a. eyðilagðist íbúð þriðja
Stýrimanns algerlega. Eftir morðárásina kallaði NATO-sjóliðsforinginn á
Leander til varðskipsins og spurði ,Féll nokkur?"