11.01.2016 17:35
187. Keilir GK 3. TFLK.
Í fyrrakvöld kom
hingað til bæjarins hinn nýi togari, sem Axel Kristjánsson hefur keypt frá
Þýzkalandi. Heitir hann Keilir, og hefur einkennisstafina GK 3. Togarinn, sem
er 640 brúttólestir, og byggður árið 1950, er keyptur hingað frá Bremerhaven,
en þar fóru fram á honum margvíslegar lagfæringar og endurbætur. Sagði
Þorsteinn Auðunsson, sem sigldi Keili heim, og verður með hann fyrst um sinn,
að togarmenn í Bremerhaven hefðu kallað Keili 1957 "model", svo miklar og
gagngerðar endurbætur hefðu fram farið á honum, áður en hann var afhentur hinum
nýju eigendum. Kvað hann bezta veður hafa verið á heimleiðinni, en þrátt fyrir
það, gæti hann fullyrt, að togarinn væri hið bezta sjóskip. Keilir er að stærð
eins og minni togararnir hér, en lestarrými er allmiklu meira, og mun hann taka
eins mikið fiskmagn og stærri togarar, svo sem Júní. Hann er olíukyntur og er
með skiptiskrúfu, sá eini íslenzkra togara. Þá hefir hann rafmagnsdrifið stýri
og að sjálfsögðu öll helztu siglingatæki, svo sem gyro-áttavita. Keilir gengur
að meðaltali 10,5 sjóm. í honum eru vistarverur með ágætum, rúmgóðar og
bjartar.
morgunblaðið, 20 nóvember 1959.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Togarinn Keilir, sem
Tryggvi Ófeigsson keypti fyrir nokkrum mánuðum, hefur nú fengið nýtt nafn, og
heitir Sirius RE 16. Hann lá í gær við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn, nýkominn
úr fjögurra mánaða viðgerð á vél og katli, sem gerð var í Hafnarfirði. Tryggvi
Ófeigsson tjáði blaðinu í gær að Sirius mundi fara í síldarflutninga, þegar
hann fær leyfi til að landa í Þýzkalandi. í fyrradag fór Pétur Halldórsson af
stað til Þýzkalands með síld og í gær átti Gylfi að fara með síld þangað.
morgunblaðið á útmánuðum árið 1962.