13.01.2016 23:24
Cape Race. Rannsóknarskip.
Cape Race var smíðaður hjá Shipyard of George T Davie & Sons í Quebec í Kanada árið 1963 sem djúpsjávartogari sem stundaði veiðar við Labrador og á miðunum við Nýfundnaland. Hann var gerður út frá Halifax á Nýfundnalandi. Er í dag rannsóknar og farþegaskip á norðurslóðum. Skipið er 110 ft á lengd og er með 3.512 ha. Caterpillar vél (1996). Skipið getur siglt um 7.000 mílur án þess að taka olíu. Skipið er skráð í New York. Cape Race er búinn að liggja í Sundahöfn síðan í september. Lítið annað veit ég um þetta skip.



Cape Race í Sundahöfn. (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Cape Race. (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Cape Race á þurru í New York. Mynd af mvcaperace.com
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 255
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1629
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 2108506
Samtals gestir: 96011
Tölur uppfærðar: 17.12.2025 04:05:53
