15.01.2016 22:34

Reykjavíkurhöfn í gær.

Það var fallegt veðrið í höfuðborginni í gær þó að kalt væri. Höfnin skartaði sínu fallegasta í sólarglætunni sem staldraði stutt við að þessu sinni en daginn er sem betur fer farið að lengja og áður en maður veit af, er komið vor. Myndirnar hér að neðan tók ég á göngu minni um höfnina í gær.


Togarar H.B. Granda h/f að landa afla sínum út í Örfirisey.                   (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Varðskipin Ægir og Týr við Faxagarð.                                                 (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


1360. Kleifaberg RE 70. ex Engey RE 1. Verið er að klára að mála togarann sem liggur hér við miðbakkann  og senn mun hann halda til veiða. Þetta skip bar mesta aflaverðmæti á land af Íslenskum skipum, tæplega 3,7 milljarðar og var aflinn rúm 10.þús tonn.                                        (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.



                                                                              
Flettingar í dag: 12005
Gestir í dag: 127
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1273147
Samtals gestir: 86460
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 18:00:05