16.01.2016 08:52

1578. Ottó N Þorláksson RE 203. TFAI.

Ottó N Þorláksson RE 203 var smíðaður hjá Stálvík h/f í Garðabæ árið 1981 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. 485 brl. 2.400 ha. MaK díesel vél. Togarinn er gerður út af H.B.Granda h/f í Reykjavík í dag. Þessa myndasyrpu hér að neðan tók ég af togaranum í september síðastliðnum þegar hann hélt til veiða. 
























                                                                                                    (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa.

Hér fyrir neðan er grein úr Ægi, 74 árgangi 1981. 7 tölublaði.;

Nýr skuttogari, m/s Otto N Þorláksson RE- 203, bættist við fiskiskipastól landsmanna 6. júní s.l. Skipið er smíðað hjá Stálvík h/f í Garðabo og er smíðanúmer 28 hjá stöðinni. Þetta er fimmti skuttogarinn sem Stálvík h/f smíðar, en áður hefur stöðin afhent Stálvík SI (fyrsti skuttogarinn smíðaður innanlands), Runólf SH, Elínu Þorbjarnardóttur IS og Arinbjörn RE. Skipið, sem er hannað hjá Stálvík h/f, er stærsti skuttogari sem smíðaður hefur verið hér á landi og er jafnframt stærsti skuttogarinn af minni gerð (undir 500 brl.J, sem smíðaður hefur verið fyrir íslendinga. Af nýjungum um borð má nefna átaksjöfnunarbúnað fyrir rafknúnar togvindur (spiittvindur) en hliðstæður búnaður er hins vegar í skuttogurum hérlendis, sem búnir eru vökvaknúnum togvindum. Í Kolbeinsey ÞH, sem afhent var f maí s.l. (sjá 6. tbl. '81) og einnig er búin rafknúnum togvindum er hliðstæður búnaður frá öðrum framleiðanda. Einnig má nefna að staðsetning togvindna er frábrugðin því sem tíðkast, þegar um splittvindur er að ræða, þar sem þær eru einni hæð ofar, þ.e. ásíðuhúsum aftantil á togþilfari, en ekki á sjálfu togþilfarinu. Otto N Þorláksson RE er í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og er þetta sjötti skuttogarinn í eigu B. Ú.R., en fyrir eru: þrír spænskir skuttogarar af stærri gerð, þ.e. Bjarni Benediktsson, Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson; Hjörleifur (áður Freyja RE), skuttogari af minni gerð sem keyptur var þriggja ára til landsins; og Jón Baldvinsson, skuttogari af minni gerð, sem smíðaður var í Portúgal á s.l. ári. Skipstjóri á Otto N Þorlákssyni RE er Magnús Ingólfsson og 1. vélstjóri Þórður Guðlaugsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Marteinn Jónasson.



Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45