19.01.2016 14:18
147. Maí GK 346. TFKZ.
Í fegursta veðri sigldi hinn glæsilegi togari
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Maí, hingað inn á höfnina í gærdag, fánum
skrýddur. Mannfjöldi mikill var á bryggjunni til að fagna honum, og við það
tækifæri lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir söng nokkur lög.
Þegar landfestar höfðu verið bundnar, tóku til máls af stjórnpalli Adolf
Björnsson, formaður útgerðarráðs og Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri, sem buðu
togara og áhöfn velkomin. Fer hér á eftir lýsing á togaranum í stórum dráttum:
16,2 mílur í reynsluferð. Maí er 1000 tonn og hinn stærsti togari, sem
Islendingar hafa eignazt til þessa. Lengd er 210 fet. Breidd 34 fet. Dýpt 17
fet. Allar vélar og hjálparvélar í skipinu eru MAN-vélar frá Þýzkalandi.
Aðalaflvél er 2280 hestöfl. Maí er fyrsti íslenzki togarinn með fullkomna
skiptiskrúfu, þannig að vélin er alltaf látin ganga áfram, hvort sem skipið er
keyrt áfram eða afturábak. Með skurði á skrúfunni má ákveða hvort skipið er
keyrt áfram eða afturábak, og má því nota hagkvæmasta snúningshraða vélar
hverju sinni, og skiptir það sérstaklega miklu máli, ef um krítiskan
snúningshraða er að ræða. Ljósavélar eru þrjár, tvær 135 hestöfl hvor og ein 40
hestöfl, til notkunar þegar skipið liggur við landfestar. MAN-vélar hafa þann
kost að nota má ódýrari olíur en á venju legar dieselvélar. Togvindumótor er
227 kw. 1 Maí er Sal-log hraðamælir af nýrri gerð og með tæki er honum fylgir
má kanna fiskmagn í vörpunni hverju sinni. Tveir Decca radarar eru í skipinu,
annar með sendiorku 45 kw., en hinn 20 kw., en draga hvor 48 mílur. Ný gerð er
af Sperry-lóran. 1 stað þess að eftir eldri gerð lóran þurfti margvíslega
útreikninga við staðarákvörðun, reiknast staðarákvörðun út sjálfkrafa eftir
hinni nýju gerð. Loftskeytatæki eru frá Telefunken í Þýzkalandi og m. a. er
stuttbylgjustöð, sem gerir fært að tala megi frá Nýfundnalandi til Þýzkalands.
Kallkerfi er komið fyrir í tólf stöðum í skipinu af svonefndri Intercon-gerð
frá Marconi. Gíróáttaviti og sjálfstýring er í 'skipinu. í Maí eru taeki til
þess að dæla 70-80 gráða heitum sjó frá fjórum stöðum í skipinu, ef um ísingu
er að ræða. Þá er algjör nýung, að í framsiglu er komið fyrir rafmagnshitun, er
nota má ef ísing sezt á siglutréð, og getur hún brætt allan klaka af á
örstuttum tíma. Fiskleitartæki eru af Kelvin Hughes gerð. Perulag er á stefni,
sem á að auka ganghraða og draga úr veltingi miðað við fyrri gerð stefna.
Lestar eru 27 þúsund kúbíkfet, almuníumklæddar, og eiga að rúma 500-550 tonn af
fiski. Séfstakur góðfiskklefi er ofanþilfars, sem rúmar 5-10 tonn.