20.01.2016 09:46
Bátalíkön ll.
Höldum áfram með bátalíkönin, þessar myndir hér að neðan eru úr smiðju Hauks Sigtryggs Valdimarssonar á Dalvík. Þessi líkön eru sannkölluð listaverk og mun halda til haga útgerðarsögu okkar Íslendinga um ókomna tíð.




Gylfi EA 460. Smíðaður á Akureyri 1929. 12 brl. 40 ha. Skandía vél. Bar alla tíð sama nafn en mismunandi skráningarnúmer en þau voru, ÍS 510, EA 729 og SF 54. Báturinn var gerður að uppskipunarbát árið 1948.
Helga EA 2. LBHP. Smíðuð sem vélarlaust seglskip í Englandi árið 1874. Hét upphaflega Onward. Eik 72 brl. Fyrsti eigandi á Íslandi mun hafa verið Þórarinn Tulinius á Eskifirði frá 1898. Ottó Tulinius á Akureyri var eigandi frá 1901. Selt Hinum sameinuðu verslunum á Akureyri, óvíst hvenær. Árið 1916 er sett í skipið 44 ha. Dan vél. Selt Ludvig Möller á Hjalteyri í nóvember 1930. Selt Víglundi Möller á Hjalteyri í september 1931. Árið 1934 var sett í skipið ný vél, 130 ha. June Munktell vél. Skipið var endurbyggt, óvíst hvenær það var. Skipið var dæmt ónýtt og tekið af skipaskrá í ágúst árið 1944.
Helga EA 2 eftir endurbyggingu. Haukur Sigtryggur Valdimarsson setti inn sögu Helgu hér að neðan í athugasemdum,einkar fróðleg grein þar á ferð.
Kristján X EA 388. Smíðaður á Akureyri 1923. 12 brl. 12 ha. Hein vél. Báturinn hét Vonin GK 253 frá október 1940. Báturinn sökk í Höfnum á Reykjanesi í mars 1948 og eyðilagðist.
(C) Myndir: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2246
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1202544
Samtals gestir: 83898
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 04:46:42