21.01.2016 21:47

Draugagangur eða hvað....?

Þegar ég las söguna um Helgu sem sigldi nöfnu sinni, EA 2 frá bryggju á Drangsnesi forðum daga, rifjaðist upp fyrir mér mynd sem ég sá fyrir mörgum árum í blaði nokkru sem Laugdælingur heitir. Frásögnin sem skrifuð var með myndinni set ég óbreytta hér. Hvort eitthvað sé til í þessu skal hver og einn dæma fyrir sig.

Þessi mynd er ein af mjög fáum sem náðst hefur af íslenskum Móra en það sést móta fyrir honum lengst til hægri á myndinni. Saga þessarar myndar er með þeim hætti að Móri fylgdi öðrum manninum sem sést á myndinni (ekki ljóst hvorum). Sá vildi aldrei láta taka mynd af sér og var þessi mynd tekin í hans óþökk. Aðeins tveir menn voru þarna (auk myndatökumanns), þegar myndin var tekin, en þegar hún var framkölluð sást móta fyrir Móra. Mynd þessi vakti talsverða athygli á sínum tíma og var filman m.a. send í rannsókn en ekkert fannst athugvert við hana. Mynd úr Laugdæling, uppsveitablað júní 2005.

Mér dettur í hug að myndin sé tekin út í Breiðafjarðareyjum, fjallgarðurinn til vinstri gæti verið Klofningurinn og Skarðsströndin. Þá væri myndin tekin í einhverjum inneyjanna, s.s. Rauðseyjar, Rúfeyjar eða Sviðnur. Þetta er nú bara hugdetta hjá mér, en landslagið er ekki ósvipað.



Flettingar í dag: 10741
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1271883
Samtals gestir: 86420
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 11:53:16