23.01.2016 22:16
33. Dettifoss ll. TFDA. Líkan.
Dettifoss var smíði númer 690 hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn árið 1949 fyrir h/f Eimskipafélag Íslands. 2.918 brl. 3.700 ha. B&W díesel vél. Skipinu var hleypt af stokkunum 5 ágúst 1948. Dettifoss og systurskip hans, Goðafoss lll og Lagarfoss ll voru smíðuð á árunum 1948-49 og gengu ætíð undir heitinu þríburarnir. Dettifoss var afhentur Eimskipafélaginu 1 febrúar 1949. Dettifoss var í siglingum bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Einnig var hann á árunum 1961-63 í nautakjötsflutningum milli Bandaríkjanna og Dublin og kjúklingaflutningum frá Bandaríkjunum til Rotterdam og Hamborgar með viðkomu á Íslandi í báðum leiðum. Í mars 1969 var skipið selt Carlos A.Gothong Lines Inc á Filippseyjum, hét Don Sulpico. Nafni skipsins var breytt í Don Carlos Gothong árið 1976. Hinn 12 október 1978 hvolfdi skipinu og það sökk á grunnsævi nálægt Cebu á Filippseyjum. Mannbjörg varð. Líkanið af Dettifossi er á skrifstofum Eimskips við Sundagarða.


33.Dettifoss ll. (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
33. Dettifoss ll. (C) Mynd: Pétur Hauksson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30