28.01.2016 11:24
Reykjavíkurhöfn um 1930.
Á þessari mynd liggja þeir nokkrir togararnir í Reykjavíkurhöfn um árið 1930. Þeir sem þekkjast á myndinni eru frá vinstri talið,; Gylfi RE 235, smíðaður í Geestemunde ( Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1915, 336 brl. Eigandi hans var Félagið Defensor í Reykjavík. Hann var seldur í febrúar 1932, Ólafi Jóhannessyni & Co h/f á Patreksfirði, sama nafn en BA 77. Var svo seldur til Færeyja í janúar 1947. Hét þar Gullfinnur og seinna Satúrnus. Fórst í ís út af Angmagssalik á Grænlandi 20 mars 1960. Í miðið er Kveldúlfstogari, ekki gerlegt að sjá hver hann er. Til hægri er Njörður RE 36, smíðaður í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Njörð í Reykjavík. Hann var seldur í september 1932, Samvinnufélaginu Haukanesi í Hafnarfirði og fékk nafnið Haukanes GK 347. Seldur úr landi í febrúar árið 1952.

Reykjavíkurhöfn um 1930. Ljósm: Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1291
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1198031
Samtals gestir: 83842
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:06