03.02.2016 10:00
198. Bjarnarey NS 7. TFZX.
Hin nýju skip frá Austur-Þýzkalandi Eins og skýrt var frá í 13. tbl. Ægis 1957 var samið um smíði 12 250 rúmlesta
skipa við austur-þýzk yfirvöld. Skipin voru byggð hjá Volkswerft, Stralsund, er
eingöngu fæst við smíði fiskiskipa, en teikningar gerði skipaskoðunarstjóri
ríkisins. Fyrsta skipið kom til landsins fyrir skömmu og verður gert út frá
Bolungarvík af hlutafélaginu Baldri, en framkvæmdastjóri þess er Guðfinnur
Einarsson. - Formaður félagsins er Einar Guðfinnsson. Þetta skip hlaut nafnið
Guðmundur Péturs og einkennisstafina IS 1. Á forsíðu er mynd af skipinu.
Eftirlitsmenn af hálfu skipaskoðunar ríkisins og jafnframt kaupenda eru þeir
Kári S. Kristjánsson og Jóhann Þorláksson. Auk þess hefur Leifur Jónsson
skipstjóri fyrsta skips haft sérstakt eftirlit með fiskveiðiútbúnaði skipanna.
Af nýjungum í skipum þessum má nefna, að fiskilestar eru einangraðar ólífrænu
efni og allar klæddar aluminíum. Stoðir, hillur og borð í lest eru og úr
aluminíum. Skipið er búið frystivélum til kælingar á lest. Sérstök frystilest
er fyrir beitugeymslu. Lifrarbræðsla er af nýrri gerð, rafmagnshituð, og er því
engin gufa notuð. I togskipunum er ný gerð af togblökk, sem nú ryður sér mjög
til rúms ytra. Er togblökk þessi einföld í notkun og talin mun hættuminni fyrir
þann mann, er við hana vinnur. Skipið er allt hitað með rafmagni og eldavél og
steikarapanna er einnig rafmagnshitað. Kæli- og frystigeymsla er fyrir matvæli.
Vistarverur eru fyrir 21 mann, allar hinar vistlegustu, og er innangengt um
allt afturskipið. Á þilfari er rafknúin togvinda, hydrau! isk losunarvinda,
línuvinda og akkerisvinda. Aðalvél skipsins er 800 hestafla Mannheim dieselvél.
Við aðalvél er tengdur 35 KW rafall. Auk þess knýr 120 hestafla austur-þýzk
hjálparvél 64 KW rafal og GM-hjálparvél, 220 hestöfl knýr 150 KW rafal, er
framleiðir straum fyrir togvindu, en auk þess 12 KW til almennrar notkunar í
skipinu. Að öðru leyti vísast til 13. tbl. Ægis 1957. Fyrsta skipið var afhent
af skipasmíðastöðinni 19. nóv. s.l.. Gert er ráð fyrir að hin 11 skipin verði
afhent í þessum mánuði og fyrri hluta næsta árs, og verða gerð út frá
eftirtöldum stöðum: Dalvík, Akureyri, Siglufirði, Norðfirði, Eskifirði,
Reyðarfirði, Bíldudal, Raufarhöfn, Vopnafirði, Þingeyri, Hólmavík. Það er álit
sérfróðra manna, að skipin séu vel og sterklega byggð, og búnaður allur hinn
vandaðasti. Á heimleið lenti fyrsta skip í aftaka stórviðri, og að dómi
skipstjóra og áhafnar reyndist skipið hið bezta sjóskip. Verð skipanna er tæpar
sex og hálf milljón, yfirfærslugjald þar með innifalið. Til kaupa á þessum
skipum hefur ríkisstjórnin samið um lán í Sovétríkjunum, 50.000.000,00 ísl.
krónur til 12 ára með 2,5 % vöxtum.
Ægir. 51. Árg. 1958. 22 tbl.