07.02.2016 08:49

70. Gullfoss ll. TFGA.

M.s. Gullfoss á siglingu suðvestur af Heimaey við upphaf Surtseyjargossins, 17 nóvember 1963. Gullfoss var smíði nr: 702 hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. 3.858 brl. 4.025 ha. B & W díesel vél. 2.960 kw. Gullfossi var hleypt af stokkunum, 8 desember 1949 og síðan afhentur eiganda sínum, Eimskipafélagi Íslands, 27 apríl 1950. Skipið var selt, Fouad A. Khayat & Co í Beirút, Líbanon árið 1973, hét Leban. Selt nokkrum dögum síðar, Orri Navigation Lines í Saudi-Arabíu, var skráð á Kýpur og hét Mecca. Árið 1975 var það skráð í Saudi-Arabíu. 18 desember 1976 kom upp eldur í skipinu þar sem það var í pílagrímasiglingu á Rauðahafi um 17 sjómílur undan Jeddah í Saudi-Arabíu. Skipið eyðilagðist og rak á land daginn eftir skammt sunnan við borgina, lagðist það á hliðina og sökk þar. Var skipið á leið frá Jeddah til Port Sudan með 1.100 pílagríma, mannbjörg varð. Gullfoss var eitt glæsilegasta skip Íslendinga og eiga margir góðar minningar af ferðum með honum.


Gullfoss á siglingu 17 nóvember 1963. Gosmökkur Surtseyjargossins gnæfir yfir skipinu.
                                                                                                  Lituð ljósmynd á gömlu póstkorti.


Gullfoss í Larsens Plads sem nú heitir Amalienhavn í Kaupmannahöfn.     (C) Mynd: Holger Petersen.

Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45