08.02.2016 10:58
539. Haki. Dráttarbátur.
Haki var smíðaður í skipasmíðastöð Daníels í Reykjavík árið 1947. Eigandi var Reykjavíkurhöfn frá árinu 1950. Eik 21 brl. 120 ha. Kahlenberg díesel vél. Árið 1955 var sett í bátinn 150 ha. Deutz díesel vél. Árið 1976 var sett í bátinn 265 ha. Gummins díesel vél. Árið 1988 hét hann Haki ll. Báturinn var svo seldur til Grindavíkur árið 1989. Hét Villi þar. Árið 2008 var bátnum lagt og stendur hann nú á þeim slóðum þar sem hann var smíðaður, í Daníelsslipp, eða þar sem hann var.




539. Haki.
Eins og sést á þessari mynd, eru engir gluggar né hurð á stýrishúsinu og opinn fyrir veðrum og vindum.
Haki. Ekki frýnilegur á að líta í þessu ástandi.
Haki í sannarlega slæmu ástandi.
Eins og sést á þessum myndum er útlitið ekki bjart fyrir þetta 69 ára gamla skip, gluggalaust, vantar aðra hurðina og er gjörsamlega opið fyrir veðrum og vindum, sem sagt að grotna niður. Það er sama ástand á 455. Gísla J Johnsen björgunarskipinu sem liggur í slippnum og hefur gert í áraraðir, einnig opið. Svipað ástand er á Magna nema ennþá eru gluggar og hurðir á sínum stað en stýrishúsið er hriplegt, engin kynding er í því. Kæmi mér ekkert á óvart að hann sykki í höfninni einhvern daginn. Svipaða sögu er að segja af Gullborginni, þetta er allt að grotna niður og ekkert er gert til að hindra það.
(C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 7 febrúar 2016.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57