10.02.2016 18:13

Hópsigling á sjómannadag í Neskaupstað árið 1978.

Sjómannadagurinn er löngu orðinn einn af helstu hátíðisdögum ársins í sjávarþorpunum. Þjóðin hefur fyrir löngu lært að meta störf sjómannanna og hið mikla gildi þeirra fyrir þjóðarbúið. Og henni skilst það stöðugt betur og betur, að svo þarf að búa að sjómönnunum, að ungir menn fáist til að vinna á sjónum. Í sjómannastéttinni þarf endurnýjunin að vera ör. Störfin eru erfið og ending manna við þau að jafnaði minni en við störf í landi.


Hópsigling á Norðfirði á sjómannadaginn 1978. Næst okkur er 1278. Bjartur NK 121, 1495. Birtingur NK 119, Varðskipið Óðinn og loks 1137. Barði NK 120.                                              Ljósm: Karl Hjelm.

Flettingar í dag: 1291
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1198031
Samtals gestir: 83842
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:06