11.02.2016 10:43

255. Sjöstjarnan KE 8 ferst í hafi á leið til Íslands frá Færeyjum 11 febrúar 1973.

Sjöstjarnan KE 8 var smíðuð í Danmörku árið 1964 fyrir Otur h/f í Stykkishólmi. Eik 115 brl. 420 ha. Alpha díesel vél. Hét Otur SH 70. Seldur í júní 1970, Sjöstjörnunni h/f í Keflavík, hét Sjöstjarnan KE 8. Skipið fórst í hafi á leið til Íslands frá Færeyjum, 11 febrúar 1973 með allri áhöfn, 10 manns, þar af ein kona.


255. Sjöstjarnan KE 8.                                                                          (C) Mynd: www.vagaskip.dk


Sjöstjarnan KE 8 við bryggju í Þórshöfn nokkrum dögum áður en skipið hélt í sína örlagaríku för til landsins.
                                                                                                  (C) Mynd: www.vagaskip.dk


Gúmmíbjörgunarbáturinn af Sjöstjörnunni fannst á 9 degi leitarinnar og var lík stýrimanns skipsins bundið við bátinn.                                                                                          (C) Mynd: www.vagaskip.dk


Íslendingarnir 5 sem fórust með Sjöstjörnunni KE 8.                      Morgunblaðið 23 febrúar 1973.


Færeyingarnir 5 sem fórust með Sjöstjörnunni KE 8.                     Morgunblaðið 2 mars 1973.


Alexander Vinter Gjöveraa skipasmiður, föðurbróðir minn, fæddur á Húsavík 18 febrúar 1935 var að snúa heim til Íslands eftir tveggja ára dvöl í Færeyjum. Hann lét eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. Blessuð sé minning hans og allra þeirra sem fórust í þessu átakanlega sjóslysi. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Eitt hörmulegasta sjóslys seinni tíma við Ísland varð í febrúarmánuði árið 1973 þegar vélbáturinn Sjöstjarnan KE 8 fórst á leið til Íslands frá Færeyjum með allri áhöfn, 10 manns. Mikill leki kom að bátnum í hafi en áhöfn hans náði að senda út neyðarskeyti áður en hún fór í tvo gúmbáta. Gífurlega umfangsmikil leit hófst þegar í stað af gúmbátunum og áður en yfir lauk var hún orðin umfangsmesta leit sem nokkru sinni hefur farið fram að skipbrotsmönnum hérlendis. Var leitin árangurslaus í níu daga en þá fannst loks annar gúmbáturinn og var lík eins skipverjans í honum. Allan tímann sem leitin stóð var veður með afbrygðum válynt og stundum fárviðri á leitarsvæðinu. Eigi að síður var mjög stórt hafsvæði leitað og má segja að leit þessi sé dæmu um þá þrautsegju, dugnað og áræði sem löngum hefur einkennt starf Íslenskra björgunarmanna.
Þeir sem fórust með Vélbátnum Sjöstjörnunni KE 8 voru.;

Engilbert Kolbeinsson skipstjóri.
Gréta Þórarinsdóttir matsveinn.
Þór Kjartansson stýrimaður.
Guðmundur J Magnússon 1 vélstjóri.
Alexander Gjöveraa háseti.
John Frits 2 vélstjóri.
Arnfinn Jöensen háseti.
Niels Jul Haraldsen háseti.
Hans Marius Ness háseti.
Holberg Bernhardsen háseti.

                                                         Heimildir: Þrautgóðir á raunastund.
                                                                        www.vagaskip.dk
                                                                        Morgunblaðið.
Flettingar í dag: 1156
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1197896
Samtals gestir: 83840
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:35:22