18.02.2016 20:07

Reykjavíkurhöfn 21 janúar 2014.

Það er alltaf gaman að taka hafnarrúntinn, alltaf eitthvað nýtt að sjá. Skip koma og fara, skip í slippnum og svo mætti lengi telja. Ég tók þessar myndir við höfnina fyrir rúmum 2 árum. Það var ekki fyrr en fyrir svona 4 árum síðan ég fór að taka myndavélina með mér í hafnarröltið, þannig að ég á orðið dágott safn mynda af skipum og mörgu fleira sem fyrir augu ber hverju sinni. Ágætt að leyfa þeim að fljóta með við og við.


1308. Venus HF 519 og 2464.Sólborg RE 270 liggja við bryggju á Grandagarði.


Við slippinn. Hvalur 8 og 9 á sínum stað við Faxagarð.


Athafnasvæði slippsins. 


Í slippnum.


Skutur togarans Brettings KE 50 í slippnum í Reykjavík.


Víkin, sjóminjasafnið við Grandagarð í gamla Bæjarútgerðarhúsinu. Gullborg, Binna í Gröf til vinstri.

                                                                              (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa 21 janúar 2014.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30