20.02.2016 10:06
1019. Sveinn Sveinbjörnsson NK 55. TFOO.
Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 var smíðaður hjá A.S. Hommelvik Mekanik Verksted í Hommelvik í Noregi árið 1966 fyrir Múla h/f í Neskaupstað. 250 brl. 660 ha. Lister díesel vél. Árið 1977 var skipið yfirbyggt og mældist þá 224 brl. Selt 29 júlí 1978 Gunnari I Hafsteinssyni í Reykjavík, hét Freyja RE 38. Seldur 11 mars 1980 Þórði Guðjónssyni á Akranesi, skipið hét Sigurborg AK 375. Ný vél, 1.001 ha. Caterpillar díesel vél, 736 Kw var sett í skipið árið 1981. Selt 23 september 1987, Sigurborgu h/f í Keflavík, hét Sigurborg KE 375. Skipið var endurmælt í apríl 1988 og mældist þá 220 brl. Selt 29 október 1989 Útgerðarfélaginu Sæhamri h/f í Vestmannaeyjum, hét Sigurborg VE 121. Selt Voninni h/f á Hvammstanga, skipið hét Sigurborg HU 100. Selt 1998, Soffaníasi Cecilssyni h/f á Grundarfirði, heitir Sigurborg SH 12 og er gert þaðan út í dag.




1019. Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 á leið inn til Eskifjarðar. (C) Mynd: Guðmundur Sveinsson.
Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 á leið inn Norðfjörð í fyrsta sinn haustið 1966.
Mynd úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 að landa í gömlu síldarbræðslu SVN í Neskaupstað um 1970.
(C) Mynd: Aðalsteinn Valdemarsson.
1019. Sigurborg SH 12. Svona lítur skipið út í dag. Myndin er tekin á Siglufirði árið 2015.
(C) Mynd: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30