22.02.2016 20:44

B.v. Austfirðingur SU 3. TFZC.

86. Austfirðingur SU 3 var smíði númer 228 hjá John Lewis & Sons Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1951. Hét á smíðatíma skipsins Kolbeinn ungi. 708 brl. 1.000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var Austfirðingur h/f á Eskifirði frá 2 maí 1951. Skipið var selt 21 júní 1960, Síldar og Fiskimjölsverksmiðjunni h/f í Reykjavík, skipið hét Haukur RE 27. Togarinn var seldur til Noregs í desember árið 1967. Systurskip Austfirðings var Pétur Halldórsson RE 207, hét Máni á smíðatíma skipsins. Ég fékk þetta málverk í góða hirðinum í ramma en það var frekar illa farið en ég lét lagfæra það. Myndin er frumeintak og er eftir breskan málara, George Wiseman sem málaði margar myndir af Íslenskum togurum á sjötta áratugnum.


86. Austfirðingur SU 3.                                                                      (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Svona leit myndin út þegar ég fékk hana.                                           (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Austfirðingur SU 3.                                                                              Ljósm: Vilberg Guðnason.
Flettingar í dag: 902
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 1961
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 1255776
Samtals gestir: 86098
Tölur uppfærðar: 13.5.2025 18:44:55