23.02.2016 21:49

583. Hrólfur Gautreksson SU 299.

Hrólfur Gautreksson SU 299 var smíðaður hjá Brödrene Andersen Baadebyggeri og Savskæreri í Fredrikssund í Danmörku árið 1906. 6,36 brl. 6 ha. Dan vél. Ný vél árið 1946, 22 ha. Kelvin vél. Fyrstu eigendur voru Stefán Stefánsson, Vilhjálmur Stefánsson í Hátúni og Hinrik Þorsteinsson, allir frá Norðfirði. Þeir áttu bátinn frá júnímánuði 1906. Báturinn var seldur Gísla Kristjánssyni útgerðarmanni á Norðfirði árið 1924. Gísli endurbyggir bátinn sama ár og var því verki lokið árið eftir. Frá september 1931 er eigandi hans Eðvald Jónsson á Höfðabrekku í Mjóafirði, sama nafn en SU 72. Bræðurnir Ársæll og Þorsteinn Júlíussynir útgerðarmenn í Neskaupstað eignast hann árið 1935, hét þá Hrólfur Gautreksson NK 2. Björn Ingvarsson á Ekru í Neskaupstað eignast bátinn árið 1939. Björn átti svo bátinn í ein 25 ár eða þar til hann var dæmdur ónýtur árið 1965. Hrólfur eða Gauti eins og hann var jafnan kallaður er nú varðveittur í víkinni í miðbæ Neskaupstaðar.


Gauti og Austfjarðaþokan. Myndin er tekin á Norðfirði árið 1946.                  (C) Mynd: Björn Björnsson.


Hrólfur Gautreksson NK 2. Þarna í fjörunni fyrir neðan og innan Ekru í Neskaupstað lá báturinn í ein 20 ár áður en hann var gerður upp, stuttu eftir 1980.                                          (C) Mynd: Guðmundur Sveinsson.


Hrólfur Gautreksson NK 2 í júní árið 2013.                                          (C) Mynd: Bjarni Guðmundsson.
Flettingar í dag: 1421
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 1354121
Samtals gestir: 88576
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 09:01:54