24.02.2016 21:37
Togspilið úr togaranum Óla Garða GK 190.
Togspilið úr togaranum Óla Garða GK 190 þjónaði sínu hlutverki í Drafnarslippnum í Hafnarfirði í áratugi. Ég tók þessar myndir af spilinu í spilhúsinu í september árið 2013. Engin starfsemi hefur verið í slippnum í mörg ár og allsendis óvíst hvað verður um þetta merka spil sem staðið hefur sína plikt í bráðum heila öld. Spilhúsið er opið fyrir veðrum og vindum og er lýsandi dæmi um hvernig við förum með minjar sem heyra til útgerðarsögu okkar. Það er allsstaðar sama sagan hér á landi hvernig komið er fyrir minjum sem þessum, því miður.





Spilhúsið gluggalaust og galopið.
Spilið virkar eins og í fínasta lagi en hversu lengi við þessi skilyrði.
Það er greinilegt að því hefur verið haldið vel við.
Bremsurnar sjáanlega í fínu lagi. Allt vel smurt og ekki ennþá gróið fast.
Það er spurning hvað Hafnarfjarðarbær ætlar að gera við þessar minjar. Það kemur í ljós síðar.
(C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 13 september 2013.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45