28.02.2016 14:23
Gamlir eikarbátar ll.
639. Flóabáturinn Konráð BA 152. Smíðaður á Bíldudal árið 1926. Eik og fura, 18 brl. 45 ha. Delta vél. Eigandi hans var h/f Norðri í Flatey á Breiðafirði frá 18 maí 1927. Árið 1935 var sett ný vél í bátinn, 50 ha. Skandia vél. 1948 var sett ný vél í hann, 66 ha. Kelvin díesel vél. Árið 1956 var aftur sett ný vél í bátinn, 66 ha. Kelvin díesel vél. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 23 nóvember árið 1965.




Konráð BA 152 í Grýluvogi í Flatey á Breiðafirði. Þarna var honum lagt og grotnaði þarna niður í rúman áratug.
Mynd úr Eylendu ll. Ljósmyndari óþekktur.
Flóabáturinn Konráð flutti fólk og vörur um inneyjar og norðanverðan Breiðafjörð. Einnig voru stundaðar fiskveiðar á honum í gegn um tíðina. Ljósm: Ólafur Steinþórsson.
Stýrishúsið af Konráð við Læknishúsið í Flatey. (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 21 júní 2009.
Nafn bátsins og heimahöfn málað á tré. Fallegt listaverk. Hangir upp á vegg í gamla frystihúsinu út á Tröllenda, við bryggjuna sem Breiðafjarðarferjan Baldur leggst við. (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 12 okt. 2015.
15. mars 1927
var stofnað hlutafélag um útgerð flóabáts sem þjóna skyldi byggðum við
norðanverðan Breiðafjörð, þetta hlutafélag hlaut nafnið Norðri hf. Menn höfðu
augastað á 19. tonna eikarbát, nýsmíði sem stóð óseldur vestur á
Þingeyri. Gengið var frá kaupunum og var ásett verð rúmar átján
þúsund krónur. Báturinn fékk nafnið Konráð BA-152.
Morgunblaðið 28 mars 2002. Brot af sögu flóabátsins Konráðs BA 152.
Ólafur Steinþórsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30