29.02.2016 21:16

Smábátahöfnin í Reykjavík, Snarfarahöfn.

Ég fór á stúfana síðast liðinn laugardagsmorgunn í smábátahöfnina hér í Reykjavík sem kennd er við siglingaklúbbinn Snarfara. Þar kennir margra grasa og margt áhugavert sem fyrir augu ber. Látum myndirnar tala sínu máli.


Falleg og vel varin smábátahöfn. Höfnin er staðsett austan við Súðarvog, neðan við Háubakka inn við Elliðavog.


Ísilögð höfnin þennan laugardagsmorgunn.


Eftirtektarvert hvað fáir trébátar eru eftir í flotanum í dag. Það er nánast hending að rekast á einn slíkan.


Þetta var eini trébáturinn sem var á floti í höfninni.


Mest er af þessum skemmtibátum,en margir þeirra eru nú nokkuð fallegir.


Trausti og Stína.


Ögn og Freyja.


Þennan bát er greinilega verið að gera upp, fallegur bátur.


Sigga frænka ÍS 171. Aldrei áður séð smábát með perustefni.

Margar aðrar myndir úr Snarfarahöfninni bíða birtingar hér á síðunni sem ég set inn með tíð og tíma.

                                                                (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 27 febrúar 2016.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30