02.03.2016 10:09
Á útleið frá Ísafirði á Bjarti NK 121 í maí 1990.
Við vorum á Grálúðu út í Víkurál þegar togspilið bilaði hjá okkur. Það tók þó nokkurn tíma að snörla vírunum inn því Grálúðan er oftast á miklu dýpi og þá er mikill vír úti. En allt gekk þetta vel og haldið var til hafnar á Ísafirði til að fá gert við spilið. Ég tók þessar myndir á Ísafjarðardjúpinu á útleiðinni frá Ísafirði.






Horft inn Ísafjarðardjúp.
Á Ísafjarðardjúpi.
Óshlíð.
Bolungarvík með Traðarhyrnu til hægri.
Mynni Jökulfjarða, Vébjarnarnúpur og Snæfjallaströnd.
Útvörður Ísafjarðardjúps í norðri, Riturinn og Grænahlíð.
(C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. Maí 1990.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1590
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 2101246
Samtals gestir: 95985
Tölur uppfærðar: 13.12.2025 02:00:57
