06.03.2016 17:16
Skip í slipp.
Þær eru nú orðnar ansi margar myndirnar sem ég er með af ýmisskonar skipum sem eru í slipp. Ágætt að leifa þeim að fljóta með hér á síðunni annað slagið.
Nýsköpunartogarinn Askur RE 33 í slipp í Reykjavík. Askur var smíði no: 718 hjá Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1947. 657 brl. 1.000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi hans var Askur h/f í Reykjavík frá nóvember 1947, þar til hann var seldur Síldar og fiskimjölsverksmiðjunni í Reykjavík í febrúar árið 1961, sama nafn og númer. Seldur í brotajárn til Belgíu 2 júlí 1969. (C) Mynd: Sæmundur Þórðarson.
Togarinn Gerpir NK 106 í slipp í Reykjavík 30 mars 1957. Var hann að koma í 4 mánaða eftirlit eins og skilt er með nýsmíðuð skip. Gerpir var smíðaður hjá A.G. Weser Werk Seebeck í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1956 fyrir Bæjarútgerð Neskaupstaðar. 804 brl. 1.470 ha. MAN díesel vél. Togarinn var seldur Júpíter h/f í Reykjavík (Tryggva Ófeigssyni), 12 júlí 1960, hét þar Júpíter RE 161. Hét einnig nöfnunum Júpíter ÞH 61, Suðurey VE 12, Bjarnarey VE 25 og var svo seldur í brotajárn til Esbjerg í Danmörku í mars árið 2008 undir nafninu Bjarnarey VE 21.
(C) Mynd: Morgunblaðið 30 mars 1957.
Í gærkvöldi um klukkan 10, kom hinn nýi glæsilegi togari
Norðfirðinga, Gerpir, hingað til Reykjavíkur í fyrsta skipti. Er togarinn kominn
til eftirlits, en um fjórir mánuðir eru liðnir frá því hann kom til landsins. Verður
togarinn að fara í slipp og verður hann tekinn upp árdegis í dag.
Morgunblaðið 29 mars 1957.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075040
Samtals gestir: 77565
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:54:36