Hér koma nokkrar bátamyndir úr smiðju Hauks Sigtryggs Valdimarssonar á Dalvík. Að venju eru þessi bátalíkön hvert öðru fallegra og enn og aftur sannkölluð listaverk.
3. Akraborg EA 50. TFAL. Smíðuð í Svíþjóð árið 1943. Eik 178 brl. 160 ha. Bolinder vél. Eigandi var Valtýr Þorsteinsson á Akureyri frá 3 febrúar 1947. Árið 1953 var sett ný vél í bátinn, 400 ha. Alpha díesel vél. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 7 nóvember 1979.
20. Ásúlfur ÍS 202. TFWR. Smíðaður í Svíþjóð árið 1947. Eik 97 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 10 júní 1947. Skipið var selt 6 maí 1949, Skutli h/f á Ísafirði. Árið 1953 var skipið endurmælt og mældist þá 102 brl. Árið 1959 var sett ný vél í skipið, 375 ha. Kromhout díesel vél. Selt 12 nóvember 1963 Þorsteini N Halldórssyni í Keflavík, hét Gulltoppur KE 29. Árið 1966 var skipið endurmælt aftur og mældist þá 90 brl. Talið ónýtt og tekið af skrá 6 september 1967.
28. Björn Jónsson RE 22. TFSR. Smíðaður í Djúpvík í Svíþjóð árið 1947. Eik 105 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 5 júlí 1947. Seldur 21 febrúar 1949, h/f Guðjóni í Reykjavík. Selt 20 desember 1959, Ísbirninum h/f í Reykjavík. Skipið sökk við Tvísker 29 júlí 1965 þegar það var á síldveiðum. Áhöfnin, 11 menn komust í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað þaðan um borð í björgunar og eftirlitsbátinn Eldingu (Hafsteinn Jóhannsson) sem kom þeim til lands heilum á húfi.
(C) Myndir: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Skipverjar á síldveiðibátnum Akraborg EA 50 hafa sent Emil
Jónssyni sjávarútvegsmálaráðherra mótmælaskeyti vegna gerðardómsins um
skiptakjör síldveiðisjómanna. Skeytið er svohljóðandi: - Herra
sjávarútvegsmálaráðherra, sjávarútvegsmálaráðuneytinu, Reykjavík. Þar sem
þér hafið notað vald yðar og þar með stuðlað að stórkostlegri kjararýrnun
sjómanna á síldveiðibátum á yfirstandandi vertíð, fyrst með bráðabirgðalögum'
og síðan gerðardómi, þá mótmælum við harðlega niðurstöðum gerðardóms um'
skiptakjör og aðgerðum þessum í heild. Skipverjar vs. Akraborg EA 50. Þjóðviljinn 9 ágúst 1962.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.