08.03.2016 19:24

1275. Hvalbakur SU 300. TFBN.

Hvalbakur SU 300 var smíðaður hjá Narasaki Zosen K.K. í Muroran í Japan árið 1973 fyrir Hvalbak h/f á Stöðvarfirði. 462 brl. 2.000 ha. Niigata díesel vél. Seldur árið 1977, Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfirðinga h/f á Fáskrúðsfirði og fékk nafnið Hoffell SU 80. Skipið var lengt árið 1986, mældist þá 548 brl. Einnig var skipt um vél, 2.300 ha. Niigata díesel vél, 1.691 Kw. Togarinn var seldur Vinnslustöðinni h/f í Vestmannaeyjum árið 1997, hét í fyrstu Jón Vídalín ÁR 1, en fékk svo nafnið Jón Vídalín VE 82 og er gerður út af Vinnslustöðinni h/f í Vestmannaeyjum í dag.


1275. Hvalbakur SU 300 við bryggju á Breiðdalsvík.                          (C) Mynd: Guðjón Sveinsson.


1275. Hoffell SU 80.                                                         (C) Mynd: Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga.


1275. Jón Vídalín ÁR 1 í Reykjavíkurhöfn sumarið 1998.               (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


1275. Jón Vídalín VE 82 í Reykjavíkurhöfn 26 júlí 2014.                (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075030
Samtals gestir: 77564
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:27:07