14.03.2016 21:00

Á síldveiðum við Jan Mayen.

Síldveiðifloti okkar Íslendinga þurfti oft á tíðum að fara langar leiðir á eftir síldinni, enda fór hún sínar eigin leiðir, svona eins og kötturinn. Þegar fór að líða vel á sjöunda áratuginn var veiðisvæði Íslensku skipanna aðallega á miðunum við Jan Mayen og Svalbarða og var þá jafnan landað í fisktökuskip sem fylgdi flotanum eftir. Það skip var Haförninn sem var í eigu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Á myndinni eru skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Bjartur NK 121, nær og Barði NK 120 að háfa úr nót sem hefur fyllt bæði skipin. Ansi skemmtileg mynd, skipverjar að lempa síldinni niður í lestar skipanna og ekki hefur blíðan spilt neinu fyrir þeim.


Barði NK 120 og Bjartur NK 121 að háfa síld úr nót.                          (C) Mynd: Kristinn V Jóhannsson.
Flettingar í dag: 2069
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1503
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2173339
Samtals gestir: 96870
Tölur uppfærðar: 31.1.2026 15:03:08