15.03.2016 21:30
96. Herjólfur. TFAB.
Hinn 23. september 1977 birtist svohljóðandi frétt í blöðum:
Skip
Skipaútgerðar ríkisins, Herjólfur hefur nú verið selt til Honduras, og verður
skipið afhent hinum nýju eigendum í Reykjavík í dag, en þeir munu sjálfír sigla
því út.
Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagði í símtali við
blaðið í gær, að söluverð skipsins væri 210 þús. dollarar, eða yfir 43 millj.
króna. Kvað Guðmundur þetta nettóverð. Þegar skip væru seld, afhentu seljendur
það yfirleitt í hinu nýja heimalandi, og af því hlytist töluverður kostnaður.
Að sögn Guðmundar hefur Herjólfur verið til sölu í rúmt ár, og ætlaði
Skipaútgerðin sér að fá hærra verð fyrir skipið upphaflega en fékkst að lokum.
Herjólfur er 495 rúmlestir að stærð, smíðaður í Hollandi árið 1959.
Herjólfur
gamli lagði frá bryggju í Vestmannaeyjum í síðasta sinn þriðjudagskvöldið 6.
júlí 1977, og var þá fjölmennt á bryggju til að kveðja hann og þakka honum og
áhöfnum hans fyrir dygga og heillaríka þjónustu í 17 ½ ár á leiðinni Reykjavík
- Vestmannaeyjar - Hornafjörður um nokkurt árabil - Vestmannaeyjar -
Þorlákshöfn - Reykjavík. Heimahöfn skipsins var Vestmannaeyjar. Áður en Herjólfur hóf ferð sína til nýrra heimkynna, hafði hann hlotið nýtt
nafn, "Little Lil." Heimahöfn hans nú er Roatan í Honduras, einu af ríkjum
Mið-Ameríku. Meðal þeirra, sem sigldu skipinu til hinnar nýju heimahafnar, var
Guðmundur Guðmundsson, útgerðarstjóri hjá Hafrannsóknastofnuninni í Reykjavík,
en skipstjóri í ferðinni var Magnús Bjarnason.
Heimild: Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1978.