16.03.2016 20:08

Reykjafoss V. PCCM.

Reykjafoss var smíði no: 22 hjá Schiffswerft & Maschinenfabrik Cassenes GmbH, Emden í Þýskalandi árið 1999 fyrir C.V. Scheepvaartonderneming Westersingel í Hollandi, hét Westersingel. 7.541 brl. 6.000 Kw MaK vél. Frá 2000 til 2001 bar skipið nafnið X-Press Italia. Fékk svo aftur fyrra nafn til ársins 2003. fékk þá nafnið Msc Bosphorus. Fékk aftur sitt fyrsta nafn, Westersingel árið 2004. Um tíma árið 2005 var skipið nefnt Western, en fékk eina ferðina enn sitt fyrsta nafn. Eimskip tók skipið á leigu árið 2005 til þess að leysa af hólmi Lagarfoss lV sem skilað hafði verið til eigenda sinna. Fór skipið eina ferð á vegum félagsins áður en nafni þess var breytt í Reykjafoss, 11 október sama ár. Reykjafoss er skráður á Gíbraltar og mannaður erlendri áhöfn. Tók þessar myndir af honum þegar hann skreið inn Viðeyjarsundið í dag.


Reykjafoss V. PCCM. Á Viðeyjarsundi í dag.


Reykjafoss.


Reykjafoss.


Reykjafoss.


Reykjafoss.


Reykjafoss lagstur við bryggju í Sundahöfn.


Reykjafoss í grænum lit.                                         (C) Mynd: Aart van Bezooijen. MarineTraffic.com


Westersingel.                                                                                       (C) Mynd: MarineTraffic.com

                                                                               (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 16 mars 2016.
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075030
Samtals gestir: 77564
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:27:07