18.03.2016 22:22

1293. Börkur NK 122. TFND.

Börkur NK 122 var smíðaður hjá Trondheims Mekanisk Verksted í Þrándheimi í Noregi árið 1968 fyrir Norskt fyrirtæki en hafði heimahöfn í Hamilton á Bermúdaeyjum. 711 brl. 1.200 ha. Wichmann vél. Síldarvinnslan h/f í Neskaupstað kaupir skipið í janúar árið 1973. Börkur kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað hinn 10 febrúar 1973. Ný vél var sett í skipið, 2.100 ha. Wichmann vél árið 1979. Árið 1997 er skipið endurbyggt og lengt um 15 metra í Póllandi, og mældist þá 949 brl. Árið 1999 er sett ný vél í Börk, 7.371 ha. Caterpillar vél, 5.420 Kw. Árið 2012 var gerð nafnabreyting á skipinu, hét Birtingur NK 124. 15 mars 2016 var skipið selt Pólsku fyrirtæki, Atlantex og mun skipið fá nafnið Janus og vera gert út frá Las Palmas á Kanaríeyjum fyrst um sinn. Afli Barkar og síðar Birtings á þeim 43 árum sem skipið var í eigu Síldarvinnslunnar h/f er 1.546.235 tonn. Er þetta mesti afli sem eitt skip hefur borið að landi í Íslandssögunni, þó víðar væri leitað. Það er nú vel við hæfi að skoða myndir af honum í gegn um tíðina og heiðra minningu þessa mikla aflaskips sem hélt af landi brott nú í vikunni.

Börkur NK 122 við komuna til Neskaupstaðar í fyrsta sinn 10 febrúar 1973.   (C) Guðmundur Sveinsson.

 
Börkur NK með fyrsta fullfermið í febrúar 1973.                                (C) Mynd: Guðmundur Sveinsson.


Börkur NK í Norðfjarðarhöfn 1975-76.                                                  (C) Mynd: Gunnar Þorsteinsson.


Börkur NK nýmálaður og fínn á sjómannadag 1986.                             (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Börkur í lengingu í Póllandi 1997.                 (C) Mynd: SVN.


Börkur NK endurbyggður í Póllandi árið 1997.                                                             (C) Mynd: SVN.


Börkur NK 122 í Norðfjarðarhöfn sumarið 2006.                                   (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


1293. Birtingur NK 124 í Reykjavíkurhöfn 28 júlí 2015.                        (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074749
Samtals gestir: 77528
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:30:22