29.03.2016 20:09

1509. Ásbjörn RE 50. TFPU.

Ásbjörn RE 50 var smíði no: 126 hjá Flekkefjord Slipp & Maskin Fabrik A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1978. 442 brl. 2.100 ha. Wichmann díesel vél. Eigandi var Ísbjörninn h/f í Reykjavík frá apríl 1978. Ný vél 1985, 1.972 ha. Werkspoor díesel vél, 1.450 Kw. Skipið var selt Granda h/f í Reykjavík í mars 1986. Í ársbyrjun 2005 var Grandi h/f og H.B & Co á Akranesi sameinuð og er togarinn gerður út af H.B.Granda h/f í dag. Dagar þessa skips eru senn á enda runnir því ný skip sem eru í smíðum í Tyrklandi fyrir útgerðina munu leysa hann af hólmi og fleiri skip næsta árið eða svo.


1509. Ásbjörn RE 50 við bryggju í Reykjavíkurhöfn.


1509. Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Togspil togarans.


Um borð í Ásbirni RE 50. Trollin klár fyrir næstu veiðiferð.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.                                                   (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 28 mars 2016.
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31