02.04.2016 10:57

Fiskað fyrir siglingu á Þýskaland á Bjarti NK 121 í febrúar 1991.

Við vorum aðallega að veiðum út í Rósagarðinum og fengum rúmlega 200 tonn af þessum fallega rauða karfa sem er einkennandi fyrir þetta veiðisvæði sem er við miðlínuna á milli Íslands og Færeyja, um 100 til 120 sjómílur suðaustur af Norðfjarðarhorni. Myndirnar sína síðasta holið hjá okkur sem var um 15 tonn og þar með var komið fullfermi. Síðan var haldið heim á Norðfjörð, tekinn ís og gám þurftum við að hafa á dekki því lestar skipsins voru kjaftfullar upp í lúgur. Aflinn var seldur í Bremerhaven í Þýskalandi.


Birgir Sigurjónsson 1 stýrimaður fagnar góðu holi.


1278. Bjartur NK 121. Hann leynir sér ekki fallegi rósrauði liturinn á karfanum.


Gámurinn á dekkinu.                                                  (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. febrúar 1991.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45