05.04.2016 19:54
E.s. Hólar.
Eimskipið Hólar var smíðað hjá Nylands Mekaniske Verksted í Osló (Old Christiania) í Noregi árið 1893. 548 brl. Gufuvél, stærð ókunn. Hét áður Vadsö. Árið 1898 er eigandi skipsins Det Forende Dampskibs Selskab (DFDS) og jafnframt nefnt Sameinaða Gufuskipafélagið hér á landi. Skipinu var sökkt 11 ágúst 1917 af þýska kafbátnum UC-31, þegar það var á leið frá Sunderland á Englandi til Randers í Danmörku með kolafarm. Einn skipverji fórst en 17 björguðust.
E.s. Hólar. (C) Handels & Söfartsmuseets.dk.
Hólar stranda >Dimmalætting« flytur þá fregn, að
gufuskipið Hólar hafi strandað hjá Rattrayhead á Skotlandi, og er það skamt frá
Peterhead. Menn komust allir af, og líkur eru taldar til þess, að skipið muni
nást út aftur. Hólar voru á leið frá íslandi til Leith. Morgunblaðið 7 mars 1916.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074992
Samtals gestir: 77561
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 11:38:17