10.04.2016 08:38
Reykjavíkurhöfn árið 1938.
Reykjavíkurhöfn vorið 1938 í verkfalli farmanna. Við bryggjuna fremst liggur Gullfoss l, utan á honum er Goðafoss ll, sökkt af þýskum kafbáti út af Garðskaga 10 nóvember 1944 og franskt herskip utan á Goðafossi. Við bryggjuna aftan við Gullfoss liggur Lagarfoss l, utan á honum er Brúarfoss l og utan á honum er e.s.Hekla, sem á þessum tíma var gerð út af Eimskipafélagi Reykjavíkur h/f. Skipið var selt 20 mars 1940, h/f Kveldúlfi í Reykjavík. Skipinu var sökkt af þýskum kafbáti á leið frá Íslandi til Ameríku 29 júní 1941. 13 menn fórust en 7 hröktust á fleka í 10 sólarhringa. Þeim var svo bjargað um borð í breska herskipið Candytuft. Báturinn fremst á myndinni er Björgvin NK 65, smíðaður í Djúpvík í Svíþjóð árið 1934. 14 brl. 55 ha. June Munktell vél. Eigandi var Björgvin h/f í Neskaupstað frá mars 1935. Eigendur síðar voru Vigfús Guttormsson og fl í Neskaupstað. Báturinn var seldur 1945 Bergþóri Hávarðssyni og sonum í Neskaupstað. Rak á land á Bakkafirði árið 1947 og brotnaði í spón. Húsin til vinstri eru vörugeymslur Eimskipafélags Íslands við Tryggvagötu.
Reykjavíkurhöfn vorið 1938. Mynd úr Skipstjórar og skip ll 1986.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074992
Samtals gestir: 77561
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 11:38:17