12.04.2016 11:25

E.s. Ísafold. LCDS.

Ísafold var smíðað í Rostock í Þýskalandi árið 1895. 405 brl. 450 ha. 3 þjöppu gufuvél. Hét áður Columbus. Farþega og flutningaskip með rými fyrir 30 farþega. Eigandi var Thor E Tuliníus kaupmaður og útgerðarmaður á Eskifirði og í Kaupmannahöfn. Skipið var skráð á Eskifirði 17 september 1914. Ísafold var í strandferðum við Ísland allt árið 1915. Hafði verið í strandferðum árið áður, en hét þá Columbus. Skipið flutti farþega, póst og vörur milli hafna. Skipið var selt til Noregs í desember árið 1915. Skipstjóri á Ísafold var Ingvar Þorsteinsson.


E.s. Ísafold. Hét áður Columbus.                                               Mynd: Handels & Söfartsmuseets.dk
Flettingar í dag: 12061
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1273203
Samtals gestir: 86461
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 18:49:29