20.04.2016 10:42

Togarar Kveldúlfs við bryggju á Hjalteyri um 1917.

Í ársbyrjun 1913 gerði Thor Jensen fyrir hönd h/f Kveldúlfs í Reykjavík samning við eigenda Hjalteyrar í Eyjafirði um að taka plássið á leigu til 99 ára fyrir 1.500 kr á ári. Hófst Kveldúlfur síðan handa um að koma upp rammgerðri bryggju, söltunarplássi og íbúðarhúsi fyrir verkafólkið. Tókst að koma þessu öllu í kring fyrir síldarvertíðina um sumarið. Áður höfðu útlendingar, Þjóðverjar, Skotar og fleiri haft á Hjalteyri sína bækistöð frá því um 1880. Árið 1937 reisir Kveldúlfur síldarbræðslu á Hjalteyri sem malaði félaginu gull á meðan hún starfaði. Árið 1966 var rekstri hennar hætt en verksmiðjuhúsin standa enn í dag og eru nýtt fyrir margskonar starfsemi.


Togarar Kveldúlfs við bryggjur á Hjalteyri í Eyjafirði um 1917.                                      Ljósm: óþekktur.
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074649
Samtals gestir: 77513
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 19:57:34