23.04.2016 08:42
19. Askur RE 33. TFND.
Askur RE 33 var smíðaður hjá Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1947 fyrir Ask h/f í Reykjavík. 657 brl. 1.000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Skipið var selt 24 febrúar 1961, Síldar og fiskimjölsverksmiðjunni h/f í Reykjavík. Togarinn var seldur í brotajárn til Belgíu í júlí árið 1969. Á myndinni er Askur á leið í slippinn í Reykjavík.

Askur RE 33 á leið í slipp í Reykjavík. (C) Mynd: Ingi Rúnar Árnason.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30