25.04.2016 06:46
E.s. Suðurland. NDJS / LCGT / TFCA.
Suðurland var smíðað hjá Helsingör Jernskibs & Maskinbyggeri í Helsingör í Danmörku árið 1891 fyrir A/S. Östbornholmske Dampskibsselskab í Nexö á Borgundarhólmi. Skipið hét M. Davidsen. 287 brl. 350 ha. 2 þjöppu gufuvél. 38,40 x 6,21 x 4,86 m. Smíðanúmer 33. Skipið strandaði við Hamarinn á norður odda Borgundarhólms, 24 maí 1901. Áhöfn og farþegar komust heil á land. Skipið var þá í áætlunarferðum með farþega og vörur á milli Borgundarhólms og Kaupmannahafnar. Skipið náðist út og það dregið til Helsingör þar sem það var tekið í slipp. Ekki vildi betur til en svo að skipið fór á hliðina og sökk þegar verið var að taka það upp. Skipið náðist upp og var endurbyggt. Skipið var selt 22 janúar 1920, Eimskipafélagi Suðurlands h/f í Reykjavík. Skipið hét Suðurland. Skipið var endurmælt, mældist þá 217 brl. Skipið var selt 16 janúar 1932, Hlutafélaginu Skallagrími í Borgarnesi. Skipið var talið ónýtt og því siglt til Reykjarfjarðar á Ströndum árið 1935 og því lagt upp í fjöru í Djúpavík og notað sem vistarverur fyrir starfsfólk sem vann í síldarbræðslunni sem reist var þar á árunum 1934-35.