30.04.2016 08:42

1327. Arnarborg ÍS 260. TFOH. Síðasti spölurinn undir Íslensku flaggi...

Ég tók þessar myndir af Arnarborginni ÍS 260 þegar hún kom til Reykjavíkur hinn 11 apríl síðastliðinn og lagðist upp að Bótarbryggjunni við Grandagarð. Þetta var síðasti spölur skipsins undir Íslensku flaggi, því skipið var selt til Ulaanbaatar í Mongólíu, heitir Ara og verður gert út frá Íran að mér skilst. Skipið hét fyrst Framnes l ÍS 708, smíðað í Noregi árið 1973 fyrir Fáfni h/f á Þingeyri. 407 brl. Eftir 43 ára sókn á Íslandsmiðum, hélt skipið á vit nýrra ævintýra undir nafninu Ara hinn 15 apríl síðastliðinn til Austurlanda nær. 


Arnarborg ÍS 260 í Reykjavíkurhöfn 11 apríl 2016.


Arnarborg ÍS 260 í Reykjavíkurhöfn.


Arnarborg ÍS 260. Helga María AK 16 við Bótarbrybbjuna skrúfulaus.


Arnarborg ÍS 260.


Arnarborgin leggst við Bótarbryggjuna á Grandagarði.


Arnarborg ÍS 260. Togarinn lagstur við bryggju í síðasta sinn undir Íslensku flaggi.


Ara. JVGR6. Ulaanbaatar.


Ara. JVGR6. Ulaanbaatar Mongólía.                   (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 11 og 14 apríl 2016. 
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074649
Samtals gestir: 77513
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 19:57:34