01.05.2016 08:02

E.s. Borg. LBJV.

E.s. Borg var smíðuð í Greenock Dockyard í Greenock í Skotlandi árið 1901. Hét áður Albert Zelek. 762 brl. 620 ha. 3 þjöppu gufuvél. Skipið mun hafa borið nafnið H.A. Hansen í upphafi, en engar upplýsingar til um það. H/f Kveldúlfur í Reykjavík keypti skipið seint á árinu 1916 eða snemma árs 1917 og hafði það í kolaflutningum handa togurum sínum. Skipið var ekki skrásett hér á landi meðan það var í eigu Kveldúlfs. 17 september 1917 keypti landsstjórnin skipið og þá var það skrásett hér á landi. Borg sigldi milli Íslands og Englands á stríðsárunum, en eftir styrjaldarlok sigldi það milli Íslands og Evrópulanda og kom víða við á höfnum innanlands. Skipið var selt til Svíþjóðar 26 október 1923.


E.s. Borg. Á myndinni er nafn skipsins H.A. Hansen. Hef ekki upplýsingar um hvenær skipið bar það nafn.
                                                                                     (C) Mynd: Handels & Söfartsmuseets.dk
Flettingar í dag: 2511
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1196286
Samtals gestir: 83809
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 20:34:07