02.05.2016 09:33
Goðafoss l. LCDQ.
Goðafoss l var smíðaður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn í Danmörku árið 1915. Smíðanúmer 125. 1.374 brl. 1.200 ha. B&W 3 þjöppu gufuvél, (aðrar heimildir segja 727 ha) Goðafoss var annað skipið í eigu h/f Eimskipafélags Íslands og kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur hinn 13 júlí árið 1915. Hóf skipið siglingar til Kaupmannahafnar og Leith auk strandferða, en fór þó eina ferð til Bandaríkjanna. Ekki var Goðafoss lengi í þjónustu Eimskipafélagsins því hann strandaði við Straumnes 29 nóvember 1916 í slæmu veðri á leið frá Ísafirði til Reykjarfjarðar á Ströndum. Skipsbátur með 6 mönnum fór til Látra í Aðalvík og síðan björguðu Aðalvíkingar öllum sem um borð voru á land í Aðalvík á bátum sínum. Goðafoss var fyrsta Íslenska skipið sem búið var loftskeytatækjum. Enn í dag má sjá leifar flaksins í fjörunni við Straumnes.



Goðafoss l. (C) Mynd: h/f Eimskipafélag Íslands.
Flakið af Goðafossi í fjörunni við Straumnes um 1990. (C) Mynd: Árni Sæberg.
Smíðateikning af Goðafossi l. (C) Handels & söfartsmuseets.dk
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 2511
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1196286
Samtals gestir: 83809
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 20:34:07