03.05.2016 12:08
Togaraflak austan Ingólfshöfða.
Togari
strandar við Ingólfshöfða.
Mannbjörg
Eftir símtali við Vík. Þýskur togari, "Marz", frá
Weesermunde strandaði í fyrrinótt rjétt austur við Ingólfshöfða. Skipshöfnin,
13 menn, björguðust allir. Var þokuslæðingur og nokkuð brim þegar skipið strandaði,
en gott veður. Miklar grynningar eru á strandstaðnum
og var skipið alllangt frá landi, en var sem óðast að færast nær í gær.
Skipsmennirnir voru komnir að Fagurhólsmýri í Öræfum og dvelja þar nokkra daga
til þess að sjá hvort ekki verður hægt að taka þá um borð í skip við sandana.
En haldist brim áfram, verða strandmennirnir fluttir annað hvort til
Hornafjarðar eða Víkur.
Morgunblaðið 7 maí 1930.