06.05.2016 10:49

E.s. Ceres. NKHM.

Ceres var smíðað hjá Kockums Mekaniska Verksted í Malmö í Svíþjóð árið 1882 fyrir Sydsvenska Angbots A/S í Malmö. Smíðanúmer 36. 1.166 brl. 800 ha. 2 þjöppu gufuvél (200 nHK 800 iHK 2-cylinder), Hét Ceres. Skipið var selt 4 maí 1899, Det Forende Dampskibs Selskab, (D.F.D.S) í Kaupmannahöfn. Ceres var í áætlunarferðum á vegum sameinaða milli Kaupmannahafnar og Íslands með vörur og farþega og kom víða við á höfnum landsins. Skipinu var sökkt af þýska kafbátnum U-88, 13 júlí 1917 um 180 sjómílur norðvestur af Írlandi þegar skipið var á leið frá Fleetwood til Reykjavíkur með saltfarm. 2 skipverjar fórust en aðrir komust í skipsbát.

E.s. Ceres á Reykjavíkurhöfn.                                                                          Mynd úr safni mínu. 
Flettingar í dag: 533
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2095
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 1355328
Samtals gestir: 88643
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 05:07:55