08.05.2016 10:23
Flak Nýsköpunartogarans Jóns Baldvinssonar RE 208 við Hrafnkelsstaðaberg á Reykjanesi 31 mars 1955.
Undan þessu
bjargi verður engu skipi bjargað.
Togarinn Jón
Baldvinsson fórst í fyrrinótt - Áhöfn 42 Mönnum bjargað.
Enn var unnið mikið björgunarafrek í gærmorgun, er hópur vaskra
Grindvíkinga bjargaði áhöfn Reykjavíkurtogarans Jóns Baldvinssonar, er
strandaði undir bröttum hömrum kippkorn fyrir austan gamla vitann á Reykjanesi.
Sigldi togarinn þar í Iand með fullri ferð um klukkan 4 í fyrrinótt. Togarinn
var á saltfiskveiðum og voru á honum 29 íslendingar og 13 Færeyingar. Sjópróf í máli þessu hefst í dag, en ástæðan
til strandsins er ókunn. Veður var stillt en allþétt þoka. Björgun togarans er
með öllu vonlaus.
Fregnin um strand nýsköpunartogarans Jóns Baldvinssonar flaug um bæinn árla í
gærmorgun. Fólk varð þrumulostið yfir þessum illu tíðindum, og minntist þess,
að fyrir um tveim mánuðum síðan fórst fyrsti nýsöpunartogarinn Egill rauði. En
þungu fargi var af mönnum létt, er fregnir bárust um að björgunarstarfið hefði
gengið framúrskarandi vel. Tíðindamenn Mbl. fóru á strandstaðinn í gær og áttu
þeir stutt samtal við Sigurð Þorleifsson formann Slysvarnafélagsins í Grindavik, um björgunina. - Skrifstofustjóri SVFÍ,
Henrý Háldánarson ræsti mig um kl. 4 og sagði mér af strandi togarans. Lét
hann þess getið, að skipbrotsmenn hefðu lagt
áherzlu á að björgunarsveitin hraðaði för sinni sem mest hún mætti, vegna
mikilla ólaga, sem riðu yfir skipið Sigurður náði fljótlega saman 18 mönnum úr
björgimarsveitinni og byrjað var að undirbúa bílana, sem flytja skyldi menn og
áhöld. En vegurinn, sem er Iíkari troðningum út á Reykjanesið, er svo mjór að
taka varð ytra afturhjólið undan hverjum vörubílanna.
UNDIR 40-50 METRA HÁU BERGI.
Í þetta umstang fór eðlilega nokkur tími, sagði Sigurður, en um kl. 7 var
björgunarsveitin komin fram á bergið, sem togarinn hafði strandað undir. Heitir
það Hrafnkelsstaðaberg og er á þessum stað um 40-50 m. hátt. Á berginu hittu
björgunarmenn Sigurjón Ólafsson vitavörð á 'Reykjanesi, sem komið hafði á
strandstaðinn um kl. 5. Frá togaranum hafði línu verið skotið upp á bergi, svo
undirbúningur að sjálfu björgunarstarfinu tók skamma stund.
FLESTIR Á HVALBAK.
Skipverjar á Jóni Baldvinssyni voru þá flestir komnir fram á hvalbak skipsins,
enda náðu ólögin ekki þangað, er þau brotnuðu á reykháf og yfirbyggingu, því
skipið sneri framstafni að landi. Nokkrir skipsmenn höfðust þó enn við í
brúnni, sem ólog gengu yfir. En mönnum þessum gekk vel að komast fram á hvalbakinn
og sættu lögum.
BJARGAD A 1,40 KLST.
Þokuslæðingur var, og stundum bar svo þykka bólstra fyrir, að björgurarmenn á
berginu sáu tæplega mennina á hvalbaknum. Björgunarstarfið gekk þó vel, sagði
Sigurður enda er formaður sveitarinnar hinn traustasti maður, Tómas
Þorvaldsson. Kl. 20 mín. fyrir 9, var síðasta manninum af 42 manna áhöfn
togarans bjargað. Skipstjórinn, Þórður Hjörleifsss^n, fór síðastur frá borði.
GÓDAR MÓTTÖKUR.
Á heimili Sigurjóns vitavarðar í Reykjanesvita og konu hans Sigfríðar
Konráðsdóttur, var skip brotsmönnnum borin hressing, en þeir voru blautir og
nokkrir höfðu hlotið minniháttar meiðsl, og var gert að sárum þeirra þar af
lækni, sem fór með björgunarsveitinni. Einni mannanna var nokkuð meiddur á
fæti.
Frá Reykjanesvita voru mennirnir fluttir til Grindavíkur og voru allir komnir
þangað laust fyrir hádegi.
Þar snæddu þeir hádegisverð í boði kvennadeildar SVFÍ þar.
Að miðidegisverði loknum héldu skipbrotsmenn för sinni áfram til Reykjavíkur.
SJÓPRÓF.
Það er ekki vitað hvað olli því, að Jón
Baldvinsson sigldi með fullri ferð upp að Hrafnkelsstaðabergi, það mun
væntanlega koma fram við sjóprófin. Togarinn hafði verið á saltfiskveiðum um
tveggja vikna skeið og var nú síðast á
Selvogsbanka. Mun hann hafa ætlað á vestlægari mið, Eldeyjarbankann ,eða
jafnvel vestur undir Jökul. Skipstjórinn Þórður Hjörleifsson var ekki á vakt,
og var fyrsti stýrimaður Indriði Sigurðsson yfirmaður á stjórnpalli.
Jón Baldvinsson var 3 ára og 9 mánaða. Hann sigldi fánum skreyttur inn á
Reykjavíkurhöfn 25. Júní 1951. Hann var
af sömu gerð og t.d. togarinn Pétur Halldórsson. sem einnig er eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Var Jón
Baldvinsson tæplega 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað
hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli. Alla tíð var togarinn aflasæll.
Morgunblaðið. 1 apríl 1955.