13.05.2016 09:59
Arctic. OYKV / TFMB.
Arctic var smíðuð í Bergkvara í Svíþjóð árið 1919. 491 brl. 220 ha. Völund vél. Skipið var 3 mastra skonnorta. Eigandi var Fiskimálanefnd í Reykjavík frá 27 október 1938. Fyrri eigendur voru m.a. Köbenhavns Skibssalgs-Bureau Havnegade í Kaupmannahöfn, M. Dahl A/S í Vogi í Færeyjum og Grönlands Havfiskeriselskab Nordlyset A/S. P.A.Jensen í Kaupmannahöfn. Skipið var útbúið til flutninga á frystum fiski til Evrópulanda og flutti vörur einnig til Íslands. Arctic strandaði við Stakkhamarsnes á Mýrum, Miklaholtshreppi, 17 mars árið 1943. Áhöfnin, 11 menn bjargaðist á land en skipstjórinn dó af vosbúð fáum dögum síðar.

Arctic í erlendri höfn. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2095
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 1355096
Samtals gestir: 88619
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 04:25:48