15.05.2016 09:40

1046. Birtingur NK 119. TFBQ.

Birtingur NK 119 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik Verksted A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1967 fyrir Síldarvinnsluna h/f í Neskaupstað, smíðanúmer 91. 306 brl. (275 brl.ný mæling). 800 ha Lister díesel vél. Kom nýr til Neskaupstaðar 6 júlí 1967. Skipið var selt 14 desember 1972, Þrótti h/f í Grindavík, hét Albert GK 31. Skipið var lengt og yfirbyggt árið 1976, mældist þá 316 brl. Ný vél, 1.450 ha. Alpha díesel vél var sett í skipið 1977. Lengt aftur 1987, mældist þá 335 brl. Ný vél, 1.470 ha. MAN B&W, 1.081 Kw var sett í skipið 1989. Skipið var selt 1996, Oddeyri h/f á Akureyri, hét Oddeyrin EA 210. Frá 27 nóvember 1997 er Samherji h/f á Akureyri skráður eigandi skipsins. Skipið var selt til Danmerkur í brotajárn haustið 2005.


Birtingur NK 119. Myndin er tekin á Seyðisfirði.                                    (C) Mynd: SVN í Neskaupstað.


Albert GK 31.                                                                     (C) Mynd: Vigfús Markússon. Brimbarinn.


Oddeyrin EA 210 stuttu áður en skipið var selt í brotajárn 2005.          (C) Mynd: Guðbjörn Ármannsson.
Flettingar í dag: 11090
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272232
Samtals gestir: 86439
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 13:38:29